Tekjulindir

Leiðin sem þú velur að tekjulindum fyrirtækisins skiptir sköpum.

Hvað má læra af sölu á ferðaþjónustu?

Oft heyrist sagt að leiðin að aukinni arðsemi ferðaþjónustunnar séu lægri þóknunargjöld og birtingarkostnaður. Þetta hljómar sem góð leiðarljós, en svo er ekki. Frekar mætti segja að þetta séu villuljós.

Hefðbundna leiðin að tekjum í ferðaþjónustu eru samningar við ferðaskrifstofur með sterk stöðu á heimamarkaði, auk auglýsinga á prentmiðlum. Með tilkomu netsins fluttist áherslan frá ferðaskrifstofum með takmarkað úrval af allrahanda ferðum, til sérhæfðari ferðaskrifstofa sem nýttu sér stafræna markaðssetningu. Nýstofnuð fyrirtæki komið sér strax á framfæri með því að skrá þjónustu sína á markaðstorgum eins og Booking.com og Expedia. Þetta kom sér vel í ferðaþjónustubylgju síðustu ára. Eða svo virtist vera.

Hversu oft hefur þú lent í ófærum á þessari leið? Hver er samningsstaðan til að ræða þóknunargjöldin? Hvað verður um viðskiptasambandið eftir að bókunin er frágengin? Hvar stendur fyrirtækið þitt þegar þér er tillkynnt um fyrirvaralausar breytingar á skilmálum? Ef meirihluti bókana koma úr tekjulind í eigu annarra, er þá fyrirtækið þitt sjálfbært?

Oft er krókur betri en kelda. Það sem virðist vera stysta leiðin að tekjulindinni, reynist vera torfæra. Er einhver önnur leið í boði?

Fyrir nokkrum árum ákváðum við í fjölskyldufyrirtækinu að gera tilraun. Við vildum breyta því hvað bókanir bárust seint í hús. Það hafði kostað mikið umstang og óvissu. Stundum var afkoman í járnum. Stundum þurfti að fella niður ferðina. Með markvissum aðgerðum tókst okkur að snúa þessu við. Undanfarin misseri hafa allar bókanir verið í höfn í upphafi sölutímabilsins. Þannig tókst okkur að tryggja tekjustöðuna, jafnvel tíu mánuðum fyrir brottfarardag.

Við fórum aðra leið til að minnka áhættuna, með því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi og eignast okkar eigin tekjulind.

Hér verða sagðar reynslusögur af því að finna sjálfbæra leið í gegnum virðiskeðjuna. Auk þess gera rannsókn á því hvernig hægt er að mæta árstíðarbundnum tekjusveiflum með því að stytta tímanna sem það tekur að fá pantanir í hús.

Leiðin að sjálfbærri þróun hefst með sjálfbærum rekstri.

Tækifæri og tekjulindir!

Samstarf SPONTA við reynslubolta. Við ætlum opna vettvang fyrir sjálfstætt starfandi leiðbeinendur til að skapa OG prufukeyra aðra leið til auka tekjur og minnka vinnuálag samhliða.

Fylgstu með og fáðu póst um útgáfutíma og vinnustofur!

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Vísindavefurinn