Tekjulindir ferðaþjónustu Formáli

Leiðandi í sjálfbærri þróun. Þannig hjómar framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu til 2030.

Hún endurómar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og í henni felst umhverfissjónarmið, að gæta jafnvægis milli verndar og hagnýtingar. Jafnframt efnahagslegt sjónarmið, að fyrirtækin sjálf séu í raun sjálfbær, en lág arðsemi hefur verið viðloðandi ferðaþjónustuna. Í þriðja lagi samfélagslegur vinkill, ávinningur heimamanna af ferðaþjónustu um allt land.

Ef við viljum ná takmarkinu um atvinnusköpun og arðsemi með sjálfbærri nýtingu náttúrunnar, þá þarf áskorunin að liggja skýrt fyrir.

Við erum gjörn á að tala um ferðaþjónustuna sem eina heild, með sameiginlega hagsmuni. En er það svo? Í reynd er þessi atvinnugrein óvenju víðfeðm, með ólík einkenni og innbyrðis þarfir.

Rekstrarforsendur ferðaþjónustufyrirtækja sem eru staðsett við ólgandi ferðamannastrauminn allt árið, eru gjörólíkar þeirra fyrirtækja sem standa við hægfljótandi kvíslir. Hvernig getum við aukið arðsemi þeirra? Er raunhæft að heimfæra viðskiptalíkan hinna fyrrnefndu – að skala hugmyndirnar niður? Er ekki tímabært að hugsa málið frá grunni, af sjónarhóli smærri fyrirtækja með stopult tekjustreymi?

Hin hefðbundna nálgun, með fyrirtækjasamningum við ferðaskrifstofur á hverju markaðssvæði hefur ekki lengur sömu þýðingu, því það er ekki gefið að landfræðileg nálægð við markaðinn jafngildi sterku sambandi við þann markað.

Það urðu straumhvörf með tilkomu internetsins, þegar ferðamenn gátu nú bókað ferðir sínar sjálfir í hvaða heimsálfu sem er. Það var mögulegt, en tímafrekt:

  1. Tímafrekt að finna ferðaþjónustu í boðið á tilteknum áfangastað
  2. Tímafrekt að bera saman gæði og verð
  3. Tímafrekt og ótraust að bóka á netinu

Stóru ferðamarkaðstorgin (Expedia, Booking.com) voru stofnuð 1996 til að leysa þessi vandamál. Þau gera það einstaklega vel, með sérhæfðri markaðssetningu á Google og Facebook, sem aftur taka til sín bróðurpart af hinum háu þóknanagjöldum, í formi birtingarkostnaðar.

En þrátt fyrir þennan kostnað, þá eru markaðstorgin fyrst og síðast að mæta eftirspurn. Þau skapa ekki eftirspurn áfangastaða sem ferðamaðurinn hefur ekki heyrt af.

Til þess þarf annað að koma til.

Þessi handbók mun sýna hvernig hægt er að finna nýjar tekjulindir með nýju viðskiptalíkani, sem byggir annars vegar á tengslaferðum (e. Transformative Travel) og hins vegar markaðssetningu án birtingarkostnaðar.

Tækifæri og tekjulindir!

Samstarf SPONTA við reynslubolta í ferðaþjónustu. Við ætlum opna vettvang fyrir ferðaþjóna til að skapa OG prufukeyra aðra leið til sækja á erlenda markaði til framtíðar, án birtingarkostnaðar.

Það styttist í fyrstu útgáfu handbókarinnar og samhliða verða haldnar vinnustofur, hvort tveggja verður ókeypis og aðgengileg öllum.

Fylgstu með og fáðu póst um útgáfutíma og vinnustofur!

Úrvinnsla…
Takk fyrir að skrá þig á póstlista SPONTA!

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Vísindavefurinn
%d bloggers like this: