Nú eru uppi nýjir tímar sem sannarlega hafa gjörbreytt ferðamáta erlendra og innlendra ferðamanna. Hér skapast því tækifæri til að bjóða viðburði, gistingu og ýmis konar þjónustu fyrir heimamarkaðinn!
Hver er skjótasta leiðin til að ná athygli og kynna það sem þú býður upp á? Stafræn markaðssetning. Eða það sem við köllum í daglegu tali, auglýsingar á Facebook og Instagram.
Námskeiðið er einkakennsla í fjarnámi (2 kennslulotur í Zoom) þar sem nemandinn er lóðsaður í gegnum uppsetningu á markaðsherferð í Facebook-auglýsingastjóranum.
Tilgangurinn er aukinn sýnileiki með samfélagsmiðlum og samfelldar, nákvæmar markaðsaðgerðir.
Af hverju auglýsa á samfélagsmiðlum?
Samfélagsmiðlarnir Facebook og Instagram hafa reynst vel til að auglýsa gistihús, viðburði og afþreyingu fyrir Íslendingum sem vilja kynnast landinu sínu betur.
En af hverju þessir tveir miðlar sérstaklega? Jú, vegna þess að þeir hafa mikla útbreiðslu og spanna allan aldur og ólíka markhópa. Þar sem Instagram er dótturfyrirtæki Facebook, er markaðsherferðum á báðum miðlum stjórnað með sama auglýsingakerfinu.
Hvað verður tekið fyrir?
Afmörkun á markhópnum þínum. Hvað einkennir hann? Hvar liggja tækifærin fyrir hagkvæmni?
Við munum leggja grunn að viðvarandi markaðsaðgerðum, þar sem tvær leiðir fléttast saman:
- Vitundarvakning – Vekja athygli á fyrirtækinu mínu og þjónustu í boði
- Áminning – Hnippa í fólkið sem hefur verið að skoða, en ekki bókað ennþá
Góð auglýsing byggir á góðri sögu. Hvaða sögu viltu segja markhópnum þínum? Hvernig geta umsagnir viðskiptavina hjálpað til við kaupákvörðun?
Niðurstaðan er heildstæð markaðsherferð, fulluppsett og tilbúin til birtingar í auglýsingastjóranum þínum.
Í seinni lotunni munum við rýna í viðbrögðin, læra meira um einkenni markhópsins og fínstilla kerfið til að auka hagkvæmni.
Ávinningur
- Markaðsaðgerðir settar af stað samdægurs
- Sívaxandi nákvæmni og þekking á markhópum
- Þú lærir að útfæra hagkvæmar markaðsaðgerðir
- Allt unnið á þinni eigin vinnuaðstöðu – þín gögn, þín tölva
- Upptökur til upprifjunar á hverju skrefi
- Verðlækkun úr 196.726 í 73.000 kr.*
* Sagan af farsælu verkefni sem gaf hugmyndina um lægri verðmiða.
Hvað er innifalið?
- Ræsa vitundarvakningu
- Gangsetning á markaðsherferð í Facebook-auglýsingakerfinu
- Lærðu að velja úr 11 herferðategundum
- Stillingar á auglýsingasetti fyrir markhóp, miðla og birtingaráætlun
- Samsetning á auglýsingu með texta og mynd
- Grunnstillingar í auglýsingakerfi Facebook
- Upptaka til upprifjunar
- Heimaverkefni vikunnar
- Bæta hagkvæmni
- Rýna niðurstöður, greina markhópa
- Bæta nákvæmni og þar með hagkvæmni
- Yfirsýn í auglýsingakerfinu – hentugt sjónarhorn fyrir yfirlit herferða
- Upptaka til upprifjunar
Kaupbætir fyrir félagsmenn SAF
Annarri markaðsherferð bætt við í seinni kennslulotunni. Viðbótarherferðin fylgir þeirri fyrri eftir í kaupferlinum. Þær keyra því samhliða og styðja við hvor aðra með nákvæmari uppbyggingu á markhópum.
Auk þess 18% afsláttur!
Persónuleg kennsla yfir netið + Kaupbætir + Afsláttur:
Vinna sérfræðings: 196.296
Einkennsla yfir netið: 73.000
Með 18% afslætti SAF: 59.860
Fyrir hverja er námskeiðið?
Fjölskyldufyrirtæki, viðburðastjóra, einyrkja og stjórnendur í ferðaþjónustu sem vilja ná augum innlendra og erlendra ferðamanna með samfélagsmiðlum.
Það hentar öllum þeim sem vilja auglýsa þjónustu og viðburði, svo sem hestatúra, tónleika, bæjarhátíðir, gönguferðir, kvöldvökur og aðra afþreyingu. Einnig gistingu, helgarpakka, vellíðunardvöl, námskeið og sértilboð af ýmsu tagi.
Umsagnir
Rakel Theodórsdóttir, Friðheimar
“Ég var mjög ánægð með námskeiðið. Góður fókus á því sem átti að gera er varðar að auglýsa á Facebook. Einnig hvernig er hægt að samnýta auglýsingu á Facebook og Instagram.
Mjög hjálplegt að fá heimaverkefni svo maður haldi sig við efnið og gott að fá aðstoð við að lesa í gegnum niðurstöður eftir vikuna til að geta gert sér í hugarlund hvernig væri best að halda áfram með herferðina.
Það er eitt að krafla sig í gegnum þetta og henda inn einni auglýsingu í von og óvon um það hverju það mundi skila sér. en svo er annað að kunna að setja þetta upp og lesa úr upplýsingunum og þróa áframhaldandi aðgerðir.
Ég lærði sérstaklega vel hvernig er best að setja þetta upp, til að hafa góða yfirsýn og halda utan um þetta, en það er líka fullt eftir ólært því með svona tól er hægt að kafa svo endalaust niður í gögn og reyna að lesa út úr þeim og þróa fleiri auglýsingar.
Ég mæli sérstaklega með námskeiðinu fyrir þá sem vilja hafa betri yfirsýn yfir það sem er verið að auglýsa og lesa út úr gögnum og betrumbæta.
Einnig er frábært að fá upptökurnar sendar og besta við þetta er að fá samantektina skrifaða niður með svo maður þurfi ekki að hlusta á alla upptökuna heldur getur maður bara hoppað yfir á það atriði sem maður er akkúrat að leita að.
Bára Guðjónsdóttir, Álftröð gistihús
“Námskeiðið stóð algjörlega undir væntingum.
Það var hjálplegt að fara yfir nýjungar og breytingar í auglýsingastjóranum, annars hefði ég verið að stauta við þetta í nokkra klukkutíma.
Hefði trúlega misst þolinmæðina og komið að þessu tvisvar.”
Jana Flieglova, Guesthoues Húsið
“Þetta var mikill fróðleikur og ég hef lært mikið. Takk fyrir samantekina líka. Við sennilega heyrumst í framhaldinu 😉 Það væri sniðugt að halda svona yfirferð 2 -3 á ári.”
Kennari

Helgi Þór Jónsson er kerfisfræðingur með langa reynslu af verkefnastjórnun, markaðssetningu, sölu og þróun hugverka af ýmsu tagi.
Hann hefur haldið sérsniðin námskeið fyrir ferðaþjóna um tekjusköpun, sýnileika á netinu, umsjá samfélagsmiðla og mikilvægi réttra viðbragða við umsögnum ferðamanna.
Skráning
- Þú bókar þann tíma sem hentar þér og færð svo sendar nokkrar spurningar í tölvupósti til undirbúnings.
- Við hittumst svo á Zoom-fjarfundi (60 mín) þar sem ég leiði þig í gegnum efnið, skref fyrir skref. Í seinni kennslulotunni (30 mín) skoðum við niðurstöður og fínstillum herferðina.
Best er að vera með heyrnartól með hljóðnema. Mundu að skrá þig inn á tölvu með fullan aðgang að Facebook og myndasafninu þínu. - Þú færð svo senda upptöku af námskeiðinu, þannig að þú getir rifjað upp og fikrað þig áfram á eigin spýtur.
Einkakennsla SPONTA 73.000 kr.
SAF-tilboð 59.860 kr.
TÍMASKRÁNING TEKUR INNAN VIÐ MÍNÚTU
2 kennslulotur – leiðsögn um auglýsingakerfið
Styrkur
Mundu að stéttarfélögin styrkja námskeið fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Einnig styrkir Vinnumálastofnun skjólstæðinga sína um 50% af námskeiðsgjaldi.
Fyrirtækið sjálft getur sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð, sjá www.attin.is
Hver hefur reynslan verið?
“Námskeiðið stóð fyllilega undir væntingum og kynnti mér tækifæri samfélagsmiðla. Helgi fór lið fyrir lið yfir hvað gera þarf til að setja upp auglýsingar á fésbókinni. Spurði einnig krefjandi spurninga um hver væri markhópurinn sem einblína ætti á og kenndi mér að fókusa á mismunandi hópa.
Hef oft velt vöngum yfir hvernig nota má samfélagsmiðla til að ná til gesta en alltaf gefist upp. Mjög gagnlegt að eiga síðan upptöku af „námskeiðinu“ til að geta rifjað upp. Bíð spennt eftir eftirfylgnikennslustundinni til að sjá hvort auglýsingin hefur skilað árangri og læra að greina árangur.
Mæli hiklaust með námskeiðinu fyrir aðra. Og algerlega ómetanlegt að geta fengið þetta svona „heim í hlað“
Sigurlaug Gissurardóttir, Brunnhóll gistiheimili