Vaxandi eftirspurn ferðaþjónustu

Vinir mínir kíktu til mín í grill um helgina.  Þau eru hjón á fimmtugsaldri sem eru vön að fara í 2-3 utanlandsferðir á ári.  

Í sumar ákvaðu þau að taka stutt frí innanlands, til þess að eiga inni næga frídaga fyrir veturinn. Hugsunin var að ástandið yrði þá orðið þolanlegra og þau gætu leyft sér að skreppa eitthvað út.

En nú eru þau búin bóka sér bústað hjá stéttafélaginu í september.  

“Hvað verðið þið lengi?”, spurði ég.

“Við verðum í 4 nætur, frá mánudegi til föstudags.  Það voru allar helgar bókaðar”.


Í síðasta pistli sagði ég frá markaðsherferð með 32.000 kr í birtingarkostnað, sem skilaði 410.000 í tekjur.

Það er dágóður árangur, en þá eigum við eftir að taka sérfræðivinnu SPONTA inn í reikninginn: 196.726 kr. með VSK.

Vandamálið er hár kostnaður við að koma slíku verkefni af stað. Það er tímafrekt að safna saman gögnum og getur verið snúið fyrir viðskiptavininn að opna aðgang fyrir sérfræðinginn að FB auglýsingastjóranum.

Er hægt að minnka umfangið og lækka verðmiðann?

Mér datt í hug að bjóða upp á fræðslu yfir netið í staðinn fyrir aðkeypta þjónustu. Það eina sem viðskiptavinurinn þarf þá að gera, er að tengjast á Zoom-fjarfund, eftir það get ég lóðsað hann áfram skref fyrir skref.

Ég ákvað að prófa þessa hugmynd, setti upp sjálfvirkt pöntunarferli og kynnti námskeiðið fyrir póstlista SPONTA. Viðtökurnar voru góðar, 5 slíkar kennslulotur eru seldar og umsagnir nemenda eru góðar, til dæmis þessi:

Upptakan af námskeiðinu er algjör snilld sem nýtist vel til upprifjunar þannig að námsefnið festist betur í minninu. Einnig var miklvægt að við vorum að vinna á minni tölvu með mín gögn sem er alltaf árangursríkasta leiðin.

Verðlækkun úr 196.726 í 73.000 kr.

Það eru 3 ástæður fyrir því að verðmiðinn lækkar:

  1. Einfaldari undirbúningur: Nemandinn bókar einhvern af fráteknum tímum í dagbókinni, greiðir fyrirfram með korti og svarar nokkrum spurningum til undirbúnings.
  2. Minna umfang, því ekki þarf að áætla tíma fyrir aðgangsstillingar og verkefnastjórnun, öll samvinnan fer fram á bókuðum kennslulotum.
  3. Fræðsla ber ekki virðisauka, útlagður kostnaður verður því 19% lægri.

Loks má nefna að þetta eru einkatímar þannig að fræðslan verður persónulegri og klæðskerasniðin að þörfum hvers nemanda. 

Lykillinn að hagkvæmri markaðsherferð er að fylgjast með viðbrögðum markhópsins og endurstilla kerfið þegar gögnin liggja fyrir eftir nokkra daga. Eins og sjá má hér, náðist 63% lækkun á birtingarkostnaði eftir fyrstu vikuna.

Fjólubláa línan sýnir fjöldi nýrra fylgjenda á dag.  Græna línan sýnir kostnað fyrir hvern fylgjanda, meðalkostnaðurinn er 23 krónur.  Fyrstu vikuna var kostnaðurinn 44 krónur.
En með fínstillingum 24. júní (vínrauð lína), lækkar kostnaðurinn í 16 krónur!

Við fengum okkur ís með suðrænni límónu í eftirrétt. Þetta var sólríkur dagur og maður verður fundvís á þessi litlu atriði sem skapa réttu stemminguna.  

Þetta var eiginlega eins og að vera í útlöndum!

“Hvað með október?”, spurði ég. “Var eitthvað laust þá?”

– Bara í miðri viku, það voru allar helgar upppantaðar.

Kannski er þessi spá að rætast fyrr en ég hélt. Ég bjóst við að það yrði liðið eitthvað á haustið þegar heimamarkaðurinn tæki við sér og færi að leita uppi afþreyingu.

Í gær sá ég fyrirspurn í vinsælli Facebook-grúppu, um tilboð í gistingu í september og október. 

Kannski er áhugi landans á tilbreytingu og ferðalögum innanlands í vetur nú þegar að koma fram?

Það er bara ein leið til að komast því! Það er mun hagkvæmara að setja í loftið markaðsherferð fyrir heimamarkað heldur en fyrir erlendan markað.

Ég veit hvað það getur verið taugastrekkjandi að gera slíkt hjálparlaust.

Og þess vegna henta einkatímarnir vel.

Öryggi – Tímasparnaður – Árangur

Náðu athygli með samfélagsmiðlum! Einföldum málið með einkakennslu á þinni tölvu, með þínum gögnum.

“Það hefði eflaust verið hægt að klóra sig fram úr þessu, en það hefði bæði tekið margfalt lengri tíma og eflaust hefði manni yfirsést ýmislegt sem hefði dregið úr árangri herferðarinnar og skapað óþarfa kostnað.
Pétur Helgason, Iceland With A Local