Af hverju virka einkatímarnir svona vel?

Þegar ég er að undirbúa ferðalög, finnst mér alltaf lærdómsríkt að lesa umsagnir ferðamanna. 

Hvað stóð upp úr? Heppnaðist ferðadagskráin eða breyttist eitthvað frá upphaflegu plani?

Það er líka mjög lærdómsríkt að lesa umsagnir um námskeið og einkakennslu yfir netið sem ég er sífellt að þróa áfram, skera burt aukaatriði og fínpússa aðalatriðin.

Rakel Theódórsdóttir er markaðs- og gæðastjóri Friðheima og hún sendi mér umsögn í gær, sem lýsir einmitt svo vel því sem ég vil ná fram:

 • Að geta átt samtal um markmið og möguleika
 • Lóðsa ferðaþjóninn í gegnum króka og kima hugbúnaðartóla
 • Heimaverkefni, upptökur og samantekt til upprifjunar

Ég læt umsögnina fylgja með í heild sinni.

Mjög hjálpleg fræðsla

“Ég var mjög ánægð með námskeiðið. Góður fókus á því sem átti að gera er varðar að auglýsa á Facebook. Einnig hvernig er hægt að samnýta auglýsingu á Facebook og Instagram. 

Mjög hjálplegt að fá heimaverkefni svo maður haldi sig við efnið og gott að fá aðstoð við að lesa í gegnum niðurstöður eftir vikuna til að geta gert sér í hugarlund hvernig væri best að halda áfram með herferðina.”

Sparaði tíma við markaðsmálin

“Það er eitt að krafla sig í gegnum þetta og henda inn einni auglýsingu í von og óvon um það hverju það mundi skila sér. en svo er annað að kunna að setja þetta upp og lesa úr upplýsingunum og þróa áframhaldandi aðgerðir. 

Ég lærði sérstaklega vel hvernig er best að setja þetta upp, til að hafa góða yfirsýn og halda utan um þetta, en það er líka fullt eftir ólært því með svona tól er hægt að kafa svo endalaust niður í gögn og reyna að lesa út úr þeim og þróa fleiri auglýsingar .

Auðveld upprifjun, betri yfirsýn

“Ég mæli sérstaklega með námskeiðinu fyrir þá sem vilja hafa betri yfirsýn yfir það sem er verið að auglýsa og lesa út úr gögnum og betrumbæta. 

Einnig er frábært að fá upptökurnar sendar og besta við þetta er að fá samantektina skrifaða niður með svo maður þurfi ekki að hlusta á alla upptökuna heldur getur maður bara hoppað yfir á það atriði sem maður er akkúrat að leita að.”

– Rakel Theódórsdóttir, Markaðs- og gæðastjóri Friðheima

Hér er sýnishorn af samantekt sem vísað er til:

Uppsetning á herferð SPONTA01

 • 00:20 – Hvað bjóðið þið fyrir hópa?
 • 04:40 – Hvaða leið fer ég inn í auglýsingakerfið?  Stillingar yfirfarnar.  
 • 10:15 – Uppsetning á markaðsherferð SPONTA01.  Hvaða herferðategund hentar best fyrir ferðaþjónustuna?  Fyrir vitundarvakningu?  Fyrir heimsóknir á heimasíðu?
 • 15:20 – Uppsetning á auglýsingunni
 • 21:06 – Nýtt útlit í auglýsingakerfinu – skiptu um sjónarhorn til að sjá yfirlit herferða.
 • 25:30 – Stillingar á markhópnum (Ad Set) – Aldur og áhugamál. Útskýring á nafnavenjum og hvaða breytingar má hugsa sér þegar herferðin fer að skila gögnum eftir 4-7 daga.
 • 50:38 – Nýrri auglýsingu bætt við markaðsherferð SPONTA01
 • 54:45 – Breyting á auglýsingu, önnur mynd valin.  
 • 57:58 – Mynd breytt í myndband, með texta.

Öryggi – Tímasparnaður – Árangur

Náðu athygli með samfélagsmiðlum! Einföldum málið með einkakennslu á þinni tölvu, með þínum gögnum.

“Það hefði eflaust verið hægt að klóra sig fram úr þessu, en það hefði bæði tekið margfalt lengri tíma og eflaust hefði manni yfirsést ýmislegt sem hefði dregið úr árangri herferðarinnar og skapað óþarfa kostnað.
Pétur Helgason, Iceland With A Local