50 fyrirspurnir ⏩ 17 bókanir með Facebook

Það eru örar sveiflur þessar vikurnar og erfitt að festa reiður á hlutunum…og þó. Kannski erum við aftur komin á einhvern núllpunkt. Einhvern upphafsstað, en þó með reynslu og þekkingu í farteskinu.

SPONTA er lítið fyrirtæki sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu og námskeiðahaldi fyrir smærri fyrirtæki. Í reynd hefur fyrirtækið 1 starfsmann, Helga Þór, með góða hjálparkokka á sínum snærum sem kallaðir eru inn til verkefna.

Fræðsla, þjónusta og nú fræðsla með nýju sniði

Upphaflega lagði ég upp með námskeiðahald til að hjálpa smærri fyrirtækjum að hjálpa sér sjálf, en nemendur óskuðu reglulega eftir beinni aðkomu að markaðsmálum og viðskiptaþróun. Það leiddi af sér þjónustu sem nefnist “Markaðsumsjá SPONTA” og þar með var komin vara sem gaf af sér stöðugar tekjur, óháð árstíðasveiflum sem gjarnan fylgir námskeiðahaldi.

Þessi þjónustu fór hægt vaxandi og leit nokkuð vel út með tekjur fyrirtækisins, allt þar til í mars. Þá varð ljóst að allar forsendur í ferðaþjónustu voru brostnar.

SPONTA var því tekjulaust í apríl og maí.

Tekjur úr óvæntri átt!

Í júní gerðist nokkuð óvænt. Fyrirspurnir fóru að berast frá fyrirtækjum sem höfðu verið í rekstri í góðan tíma, en voru þó óþekkt meðal Íslendinga. Fram að þessu hafði fókusinn verið á erlenda ferðamenn.

Nú var ákveðið að sækja á heimamarkað með markaðsherferðum á samfélagsmiðlum.

Um daginn fékk ég sendan póst með niðurstöðum úr slíku verkefni:

“Það komu 50 fyrirspurnir á messenger. Fjöldi gistinátta í gegnum FB var 17.  Meðalverð var 24.117 nóttin. Heildar tekjur 410.000 kr.”*
* Birtingarkostnaður við þessa herferð var 32.000 kr., ég mun birta nánari skýringar í næsta pistli.

Mér finnst þetta býsna góður árangur. Og ég fór að velta fyrir mér hvort mögulegt væri að einfalda slík verkefni, til dæmis með því að minnka óþarfa vinnu við uppsetningu og stillingar.

Úr varð að ég bauð upp á einkakennslu í fjarnámi, þannig að nemandinn sæti við eigin tölvu með eigin gögnum og með því að deila skjánum yfir netið gæti ég lóðsað hann í gegnum aðgerðirnar.

Með þessari einföldun sparast mikill tími og markaðsherferðin er komin í loftið í fyrstu kennslulotu.

Auk þess getur nemandinn horft á upptöku af kennslulotunni til upprifjunar, til þess að útbúa næstu markaðsherferð á eigin spýtur.

Þróun markaða og eftirspurn?

Ég hef spáð mun meiri eftirspurn frá heimamarkaði á næstu misserum, jafnt á Íslandi sem og annars staðar þar sem ferðahöft af ýmsu tagi eru í gildi. Það er kannski mögulegt að ferðast út fyrir landsteinanna, en er það skemmtileg tilhugsun?

Hvað ef það væri í boði einhver skemmtileg afþreying, einhver tilbreyting sem hægt er að njóta innanlands?

Þetta er búin að vera erfið vika fyrir marga, ég átta mig á því. En ég veit að mörg fyrirtæki þurfa ekki mikið, ekki stóra sneið af markaðnum til að gjörbreyta stöðunni. Þess vegna hef ég mikla trú á því að gefa heimamarkaðnum fulla athygli.

Það hefur sjaldan verið einfaldara og ódýrara að gera tilraunir til að sjá viðbrögð markaðarins – heimamarkaðarins.

Öryggi – Tímasparnaður – Árangur

Náðu athygli með samfélagsmiðlum! Einföldum málið með einkakennslu á þinni tölvu, með þínum gögnum.

“Það hefði eflaust verið hægt að klóra sig fram úr þessu, en það hefði bæði tekið margfalt lengri tíma og eflaust hefði manni yfirsést ýmislegt sem hefði dregið úr árangri herferðarinnar og skapað óþarfa kostnað.
Pétur Helgason, Iceland With A Local